Rannsóknarvörur

Við bjóðum uppá heildarlausnir fyrir rannsóknarstofur og ýmsan búnað til rannsóknar og þróunnar.
Erum með vörur og búnað frá virtum og þekktum birgjum.

Aber Instruments

Aber Instruments eru með in-line vöktunarbúnað fyrir bruggsmiðjur og líftækni fyrirtæki. Eru þekktastir fyrir lífmassa mælingar og germælingar fyrir bruggsmiðjur.

Anton Paar GmbH

Anton Paar þróar og framleiðir hágæða rannsóknarbúnað og mælitæki. Eru leiðandi á heimsvísu í mælingum á eðlisþyngd, styrk, CO2 og á sviði rheometry.

bNovate

bNovate sérhæfir sig í sjálfvirkri frumugreiningu með áherslu á örverufríu og öruggu drykkjarvatni.

Biokar Diagnostics

BIOKAR Diagnostics er örverudeild Solabia group. Þeir eru með heildarlausnir til örverurannsókna.

Capp ApS

Fyrirtækið Capp sérhæfir sig í framleiðslu á pípettum og pípettuendum. Þeir leggja metnað sinn í stöðuga vöruþróun og hafa hannað sérstaka pípettu fyrir öll möguleg not.

Carl Roth

Carl Roth hefur verið starfandi í meira en 140 ár og bíður upp á rannsóknarstofubúnað, efnavörur og vörur fyrir lífvísindi.

CHARM Sciences Inc

Charm Sciences voru fyrstir til þess að þróa fljótvirk próf til þess að mæla sýklalyf í mjólk, árið 1978. Síðan þá hafa þeir vaxið í að verða leiðandi á heimsvísu í öryggi matvæla, gæði vatns og greiningarbúnað fyrir umhverfisþætti.

Idexx Europe B.V

Idexx eflir heilsu fólks, gæludýra og búfénaðar með mælingum, prufum og hugbúnaði fyrir vatn, mjólk og fleira. Þeir þróa auk þess minni rannsóknartæki.

IMCD Sweden AB

IMCD er alþjóðlegur leiðtogi í sölu, markaðssetningu og dreifingu á sérstökum efnablöndum og innihaldsefnum fyrir matvæli.

Interscience

Interscience býður upp á hágæða lausnir fyrir örverurannsóknir. Einnota plast, vélar sem telja, þynna, setja á petri-disk og fleira.

Kern

Kern serhæfir sig í vogum fyrir m.a matvæli, læknisfræði og rannsóknir en eru einnig með glæsilegar smásjá og brotmæla.

Matest

Matest eru leiðandi framleiðandi mælitækja fyrir steypu, steypublöndur, sement, jarðbik, malbik, jarðveg, möl, steina og stál.

Nissui Pharma Solutions

Nissui Pharma Solutions er hluti af Nissui Pharmaceuticals og bjóða upp á fljótvirk próf fyrir örverurannsóknir fyrir bæði matvæli og lyfjavörur, eins og t.d CompactDry og EC Blue

NÜVE A.S

NÜVE er framleiðandi á heimsmælikvarða með breitt úrval af búnaði fyrir rannsóknarstofur. Þeir byggja á 50 ára reynslu og eru þekktastir fyrir rannsóknarstofu ofna og sótthreinsunarbúnað.

PCE Instruments

PCE Instruments framleiðir hágæða mælibúnað, t.d. gasmæla, vindmæla, gljáamæla, þrýstimæla, kraftmæla, vogir af ýmsum toga og margt fleira.

PerkinElmer

Perkin Elmer framleiðir margvíslegan búnað til gæðaeftirlits í korni, hveiti, matvælum og fóðri. Tækin greina áferð, samsetningu og nýtingu og eru einstök í greininni.

OPSIS AB

OPSIS LiquidLINE framleiðir tækjabúnað til efnamælinga fyrir matvæli, fóðurframleiðslu og umhverfisrannsóknir.

Radwag

Radwag sérhæfir sig í vogum fyrir m.a matvæli, læknisfræði og rannsóknir.

Romer Labs Diagnostics GmbH

Romer Labs býður upp á breitt úrval af nýstárlegum greiningarlausnum sem nær til sveppaeiturefna, sýkla í matvælum, fæðuofnæmisvaka, glúten, erfðabreyttra lífvera, lyfja leifa í dýrum og annarra mengunarefna í matvælum.

Sigrist-Photometer AG

Sigrist-Photometer AG þróar sinn eiginn búnað til rannsóknar og gæðaeftirlits fyrir drykkjarvatn og fráveitulausnir. Þeir eru einnig með ýmsan mælibúnað fyrir drykkjarframleiðslu, olíu, gas, raforkuver, stóriðju og skipaiðnað.

WITT-GASETECHNIK GmbH & Co KG

Wittgas bjóða upp á vandaðar og nákvæmar vélar sem mæla og stilla gas fyrir m.a. matvöru og lyfjageirann. Þeir bjóða upp á vélar sem að mæla leka í vörunni jafnvel þó að hann sé mjög lítill. Icepack getur boðið upp á þjónustu við árlega stillingu.